Götulýsingin mun taka breytingum á næstunni

Frá Vesturgötu á Akranesi.
Frá Vesturgötu á Akranesi. mbl.is/Sigurður Bogi

Götulýsing á Akranesi kemur til með að taka breytingum á næstunni og nýir þjónustuaðilar taka við. Bæjarstjóri Akraness segir ákvörðunina hafa verið tekna áður en Orka náttúrunnar ákvað að selja götulýsingarþjónustu sína, en ON hefur annast götulýsingu Reykjavíkur, Mosfellsbæjar, Seltjarnarness og Akraness um árabil.

Akranes sagði upp samningnum við ON í mars, og Reykjavíkurborg og Vegagerðin einnig, eftir að ON setti þjónustuna á sölu.

„Við bara ákváðum að leita tilboða hjá fleirum, kanna aðra möguleika á markaðnum,“ segir Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraness.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert