Um 200 manns úr samninganefndum launafólks og -greiðenda hafa að undanförnu sótt námstefnur á vegum ríkissáttasemjara. Þar er farið yfir t.d. samningatækni, samskipti og efnahagsmál í aðdraganda viðræðna um kjarasamninga.
Alls losna um 300 samningar á vinnumarkaði á næstu mánuðum og býst Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari við miklum önnum á næstunni. Góður undirbúningur geti létt þá vinnu. Þar nefnir hann meðal annars starf nýstofnaðrar kjaratölfræðinefndar. Hennar sé að greina helstu hagstærðir til einnar sameiginlegrar niðurstöðu.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.