„Við erum harmi slegin“

Frá Ólafsfirði.
Frá Ólafsfirði. mbl.is/Sigurður Bogi

„Við erum auðvitað harmi slegin yfir þessum fréttum,“ segir Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri í Fjallabyggð, yfir fréttum af manndrápi í nótt á Ólafsfirði. 

Fjórir menn eru í varðhaldi lögreglu vegna málsins en sá látni er talinn hafa verið stunginn með eggvopni.

Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar.
Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar. Ljósmynd/Fjallabyggð


„Í svona litlu samfélagi kemur það við alla að fá svona fréttir og hugur okkar er hjá aðstandendum,“ segir Sigríður enn frekar. 

Hún biðlar til fólks og fjölmiðla að sýna aðstæðum og aðstandendum tillitsemi á þessari stundu. „Aðstandendur eru í áfalli,“ segir hún.

Samverustund er fyrirhuguð í Ólafsfjarðarkirkju í kvöld og kirkjan stendur nú öllum opin að sögn Sigríðar. Unnið er að því að útvega áfallahjálp á staðinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert