Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um ellefuleytið í gærkvöldi vegna elds sem hafði kviknað í rusli á urðunarstað Sorpu í Álfsnesi.
Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu gekk slökkvistarfið mjög hratt fyrir sig. Líklegt er að um sjálfsíkveikju hafi verið að ræða.
Alls fór slökkviliðið í þrjú útköll á dælubílum í gærkvöldi og nótt, auk þess sem töluvert var að gera í sjúkraflutningum.