„Fjölmargar rannsóknir sem fara í gang“

Kirkjan í Ólafsfirði var bæjarbúum opin í gærkvöldi.
Kirkjan í Ólafsfirði var bæjarbúum opin í gærkvöldi.

„Rannsókn er á byrjunarstigi þannig séð. Fjórir voru handteknir og það er búið að úrskurða þrjá af þeim í vikulangt gæsluvarðhald,“ segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri lögreglunnar á Norðurlandi eystra, í samtali við Morgunblaðið.

Héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði í gærkvöldi tvær konur og einn karlmann í vikulangt gæsluvarðhald vegna morðs í Ólafsfirði. Maður á fimmtugsaldri lést eftir stunguárás þar í fyrrinótt.

Aðspurð segir hún að ekki hafi verið talin þörf á að fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða sem var handtekinn í fyrrinótt. „Það eru fjölmargar rannsóknir sem fara í gang í kjölfarið, sem taka tíma,“ sagði Páley seint í gærkvöldi.

Kyrrðarstund fór fram í Ólafsfjarðarkirkju klukkan átta í gærkvöldi þar sem viðbragðsteymi frá Rauða krossinnum var viðstatt bænastundina. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert