Atvinnuslökkvilið landsins hafa flest tekið upp sambærilegt vaktakerfi og það sem Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur innleitt, eða gera það fljótlega, að sögn Magnúsar Smára Smárasonar, formanns Landssambands slökkviliðs- og sjúkaflutningamanna (LSS). Kerfið byggist á þrískiptum vöktum virka daga og tvískiptum um helgar.
„Það var samið um styttingu vinnuvikunnar í síðustu kjarasamningum opinberra starfsmanna. Við í LSS erum í BSRB,“ segir Magnús. Félagsmenn í LSS sem starfa hjá ríkinu, t.d. hjá heilbrigðisstofnunum, tóku nýja vaktakerfið og vinnutímastyttingu upp 1. maí 2021 eins og kjarasamningurinn kvað á um.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.