Sendiherra Rússa kallaður á teppið

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra Íslands.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra Íslands. mbl.is/Hákon Pálsson

Utanríkisráðuneytið boðaði sendiherra Rússlands hér á landi á fund í dag til að lýsa yfir fordæmingu sinni á tilraun Rússa til að innlima úkraínskt landsvæði og þær sýndaratkvæðagreiðslur sem fóru fram á dögunum og voru á skjön við alþjóðalög.

Þetta kemur fram í tilkynningu ráðuneytisins á Twitter. Þá segir í tilkynningunni að Ísland muni ekki viðurkenna umrædd landsvæði sem hluta af Rússlandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert