Utanríkisráðuneytið boðaði sendiherra Rússlands hér á landi á fund í dag til að lýsa yfir fordæmingu sinni á tilraun Rússa til að innlima úkraínskt landsvæði og þær sýndaratkvæðagreiðslur sem fóru fram á dögunum og voru á skjön við alþjóðalög.
Þetta kemur fram í tilkynningu ráðuneytisins á Twitter. Þá segir í tilkynningunni að Ísland muni ekki viðurkenna umrædd landsvæði sem hluta af Rússlandi.
MFA Iceland summoned the Ambassador of Russia today to express the strongest condemnation of the attempted annexation of Ukrainian territory and the sham referenda engineered in total violation of international law. 🇮🇸 will not recognize any of this territory as a part of Russia.
— MFA Iceland 🇮🇸 (@MFAIceland) October 3, 2022