Ákærður fyrir manndrápstilraun við leikskólann

Frá vettvangi við Miðvang 41.
Frá vettvangi við Miðvang 41. mbl.is/Tómas Arnar

Karl­maður á sjö­tugs­aldri hef­ur verið ákærður fyr­ir til­raun til mann­dráps vegna skotárás­ar á Miðvangi í Hafnar­f­irði í lok júní. Ákær­an var þing­fest í Héraðsdómi Reykja­ness í dag en þing­haldið var lokað. Rúv grein­ir frá.

Fór sak­sókn­ari fram á að maður­inn verði dæmd­ur til refs­ing­ar en til vara að hon­um verði gert að sæta ör­yggis­vist­un, að því er fram kem­ur í frétt Rík­is­út­varps­ins.

Brotaþolar í mál­inu eru tveir og hafa þeir kraf­ist þess að maður­inn verði dæmd­ur til að greiða þeim sam­tals átta millj­ón­ir króna í miska­bæt­ur.

Mik­il mildi var að ekki fór verr þegar skotið var á kyrr­stæðar bif­reiðar við leik­skóla í Hafnar­f­irði í júní á þessu ári. Faðir og sex ára son­ur voru í ann­arri bif­reiðinni en urðu ekki fyr­ir skoti þótt litlu mátti muna.

Mik­ill viðbúnaður lög­reglu var á vett­vangi og var karl­maður­inn sem grunaður er um árás­ina hand­tek­inn á staðnum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert