Rafmagnslaust er í hluta vesturbæjar Reykjavíkur sem stendur.
Á vef Veitna segir að rafmagnsleysið stafi af háspennubilun í Baugatanga, Skerjafirði, Nauthólsvík, Menntavegi, Reykjavíkurflugvöllur, Loftleiðir og Hlíðarenda.
Unnið er að viðgerð og segir á vefnum að vonast sé til að rafmagn verði aftur komið á innan stundar.
„Við bendum þér á að slökkva á þeim rafmagnstækjum, sem ekki slökkva á sér sjálf og geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Það á sérstaklega við um eldavélar, mínútugrill og fleiri hitunartæki. Eins ráðleggjum við þér að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp,“ segir á vef Veitna.