Innviðaráðuneytið telur að verulegur annmarki hafi verið á boðun sveitarstjórnarfundar í sameiginlegu sveitarfélagi Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps í byrjun ágúst og telur ljóst að ákvarðanir sem teknar voru á fundinum hafi verið ógildar nema veigamikil sjónarmið mæli á móti því.
Nefnir ráðuneytið sérstaklega að afgreiðslu á tillögu að nafni sveitarfélagsins og merki og fyrstu umræðu um samþykki þurfi að taka fyrir að nýju. Það verður gert á fundi á morgun og ráðningarsamningur sveitarstjóra einnig tekinn fyrir að nýju.
Grunnástæðan er að fundur sveitarstjórnar var boðaður of seint.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.