Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur boðaða skólastjórnendur framhaldsskóla á fund um viðbrögð við kynferðisofbeldi.
Þetta kemur fram á vefsíðu Stjórnarráðs Íslands.
Á fundinum verður kynnt fyrirmynd að viðbragðsáætlun sem skólar sem hafa ekki nú þegar áætlun geta nýtt þegar bregðast þarf við kynferðisofbeldi innan veggja skólanna.
Að því sem fram kemur í tilkynningu Stjórnarráðsins er markmiðið með fundinum að bregðast við ákalli um skýrara verklag og að tryggt verði að viðbrögð séu skilvirk og stuðli að öryggi nemenda.
Þetta ákall kemur í kjölfar þess að nemendur í Menntaskólanum í Hamrahlíð stigu fram lýstu því yfir að þeim væri nóg boðið vegna aðgerðarleysis skólastjórnenda gagnvart málum sem tengjast kynferðisofbeldi.
Í tilkynningu Stjórnarráðsins er ítrekað að samkvæmt lögum um framhaldsskóla eiga skólarnir að hafa heildstæða stefnu um það hvernig eigi að fyrirbyggja líkamlega, andlegt eða félagslegt ofbeldi innan veggja skólans.