Umturna jarðhæðinni

Síðari tíma breytingar á efstu hæðinni munu skapa möguleika fyrir …
Síðari tíma breytingar á efstu hæðinni munu skapa möguleika fyrir gesti að sitja í heita pottinum og horfa yfir Pollinn.

Verið er að um­turna jarðhæð Hót­els Ísa­fjarðar. Veit­inga­sal­ur­inn verður stækkaður og gerður hót­el­b­ar við nýja af­greiðslu. Síðar er áformað að koma upp heit­um pott­um og sánu á efstu hæðinni með út­sýni út á Poll­inn og upp til norður­ljósa þegar þau sýna sig.

For­senda þess að hægt sé að fara í þess­ar breyt­ing­ar er lít­il viðbygg­ing sem er ris­in við hót­elið. Þangað verða flutt sal­erni, skrif­stofa og geymsl­ur. Allt verður rifið inn­an úr af­greiðslu og veit­inga­sal og inn­réttað upp á nýtt. Hót­elið verður lokað meðan á fram­kvæmd­um stend­ur, vænt­an­lega fram í janú­ar.

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert