Umhverfisstofnun (UST) telur að áhrif stórfelldra vikurflutninga frá Mýrdalssandi á loftgæði í íbúðabyggð á flutningsleiðinni verði ekki óverulega neikvæð, eins og framkvæmdaraðili telur, heldur nokkuð neikvæð til talsvert neikvæð. UST telur að helstu áhrifin á loftgæði verði frá flutningi efnisins.
Þetta kemur fram í umsögn UST um mat á umhverfisáhrifum efnistöku á Mýrdalssandi. Framkvæmdinni fylgir að á næstu 100 árum verði hægt að taka um 146 milljónir rúmmetra af vikri við Hafursey. Teknir verða 286.000 rúmmetrar fyrsta árið en aukið á fimm árum í 1,43 milljónir rúmmetra á ári. Þaðan í frá verður það árlegur útflutningur.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.