Tilkynnt var um óvelkominn aðila í íbúðarhúsnæði í Grafarholti sem hafði krafist þess að íbúi í húsinu borgaði sér fyrir að komast þangað inn.
Hann neitaði að gefa upp kennitölu og nafn þegar lögregla kom á vettvang og var hann handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu.
Einnig var tilkynnt um mann sem var að sparka í rúður og hurðir í miðbæ Reykjavíkur. Hann var handtekinn fyrir eignaspjöll og vistaður í fangageymslu, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Ökumaður var stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Hann reyndi að stinga lögreglu af en var stöðvaður stuttu síðar. Þá kom einnig í ljós að ökumaðurinn var próflaus.
Tilkynnt var um ölvaðan mann á veitingastað í miðbænum og var honum vísað þaðan út.