Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa veist að öðrum karlmanni um þrítugt og slegið hann með vatnsglasi í andlitið þannig að glasið brotnaði og maðurinn hlaup djúpt stungusár á hálsi, skammt frá barka, auk annarra áverka.
Fram kemur í ákæru að mennirnir búi í sömu íbúð.
Ákæruvaldið fer fram á að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar, en maðurinn sem varð fyrir árásinni fer fram á þrjár milljónir í miskabætur og sjúkrakostnað.