Nemendur við Menntaskólann að Laugarvatni (ML) söfnuðust saman fyrir framan inngang skólans klukkan 11, til að sýna nemendum MH stuðning í verki vegna mótmæla sem þar standa nú yfir.
Nemendur við MH gengu úr tímum klukkan 11 í dag og söfnuðust fyrir framan aðalinngang skólans til að sýna nemendum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi stuðning, ásamt því að reyna að knýja fram breytingar á kerfum sem vinna gegn þolendum, meðal annars kerfum og ferlum innan menntakerfisins.
Nemendur ákváðu að halda sínu striki og mótmæla þrátt fyrir yfirlýsingu frá skólastjórnendum í gær þar sem nemendur voru beðnir afsökunar og það harmað að nemendur hafi upplifað vanlíðan vegna mála er varða kynferðislegt ofbeldi og áreitni, sem ekki hafi verið tekið á með viðunandi hætti.