Dóra Ósk Halldórsdóttir
Á fundi borgarstjórnar á þriðjudag var tillaga sjálfstæðismanna um uppbyggingu á Geldinganesi felld með fjórtán atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna. Einar Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknar og væntanlegur borgarstjóri, segir það ekki lýsandi fyrir stöðuna í húsnæðismálum borgarinnar.
„Staðan er að framundan er mesta uppbygging á íbúðarhúsnæði í sögu borgarinnar. Þessi meirihluti er byrjaður á þeirri vinnu að forgangsraða svæðum til þess að ná því markmiði sem stjórnvöld hafa sett sér og við vitum að er nauðsynlegt til þess að koma jafnvægi á húsnæðismarkaðinn.“
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.