Snýst í norðan og norðvestan 5-13 metra á sekúndu í dag, en heldur hvassara verður austanlands fram eftir morgni. Rigning verður á láglendi norðan til á landinu og slydda eða snjókoma til fjalla, en bjart með köflum um landið sunnanvert.
Lægir á morgun og styttir smám saman upp fyrir norðan, en norðvestan strekkingur verður austan til fram á kvöld.
Hiti verður á bilinu 1 til 10 stig, mildast syðst.