Þáði 10 milljónir í ofgreidd laun

Fjármálaráðuneytið telur að stjórn Úrvinnslusjóðs eigi að krefja framkvæmdastjórann um …
Fjármálaráðuneytið telur að stjórn Úrvinnslusjóðs eigi að krefja framkvæmdastjórann um endurgreiðslu. ml.is/Þorkell Þorkelsson

Ólafur Kjartansson, framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs, er sagður þegið 10 milljónir króna í laun undanfarin sjö ár, fyrir aukastarf sem lagt var niður árið 2015. 

Fjármálaráðuneytið hefur tilkynnt stjórn Úrvinnslusjóðs að það telji Ólaf ekki hafa verið í góðri trú þegar hann lét sjóðinn halda áfram að greiða sér fyrir störf sem hann sinnti ekki lengur, að því er Stundin greinir frá.

Ólafur Kjartansson, framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs.
Ólafur Kjartansson, framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs.

Telja stjórn þurfa að krefjast endurgreiðslu

Úrvinnslusjóður sér um umsýslu úrvinnslugjalds og ráðstöfun þess. Er hlutverk hans að koma upp skilvirku fyrirkomulagi á úrvinnslu úrgangs sem er tilkominn vegna vara sem falla undir lög um Úrvinnslusjóð.

Ráðuneytið telur að stjórn Úrvinnslusjóðs eigi að krefja framkvæmdastjórann um endurgreiðslu, en fyrning kemur í veg fyrir að hægt verði að krefja hann um endurgreiðslu á nema rúmum helmingi upphæðarinnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert