Spáð er norðvestan strekkingi austantil í dag, en lægir annars staðar. Það verður lítilsháttar rigning eða slydda norðanlands, en bjart að mestu um landið sunnanvert.
Suðaustan 5-13 m/s verða á morgun og rigning með köflum eða skúrir, en sums staðar slydda norðaustanlands.
Hiti verður á bilinu 1 til 10 stig, mildast syðst.