Ætti að fara á háu verði

Landsbankahúsið á Akureyri.
Landsbankahúsið á Akureyri. mbl.is/Sigurður Bogi

„Húsið er vel byggt og er áberandi kennileiti í bænum. Ætti því að fara á nokkuð háu verði, enda veit ég af áhuga líklegra kaupenda,“ segir Björn Guðmundsson, löggiltur fasteignasali hjá Byggð á Akureyri.

Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær er Landsbankahúsið á Akureyri nú til sölu og verður auglýst um helgina.

Byggingin er á þremur hæðum, að viðbættum kjallara og risi, og er samanlagt 2.300 fermetrar að flatarmáli. Af hálfu bankans er áhugi á því að geta verið áfram um sinn með starfsemi sína í húsinu, þó á minni fleti er nú er.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert