Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af einstakling sem var ofurölvi við matvöruverslun í borginni, en hann var til vandaræða að því er lögreglan greinir frá í tilkynningu. Viðkomandi var ekið heim til sín.
Þá barst lögreglu tilkynning um innbrot í verslun á svæðinu. Innbrotsþjófurinn var farinn af vettvangi þegar lögregla kom á vettvang. Málið er í rannsókn.
Þá barst tilkynning um að búið væri að kasta grjóti í gegnum rúðu á bifreið með menntaskóla á svæðinu.
Loks barst tilkynning um innbrot í verslun í Mjóddinni. Málið í rannsókn.