Rafmagnslaust í vesturhluta borgarinnar

Víða er rafmagnslaust.
Víða er rafmagnslaust. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rafmagnslaust varð klukkan 16.30 í miðbæ Reykjavíkur, Vesturbæ og Granda eftir að upp kom bilun í svonefndum Álftanesstreng. Rafmagni var komið aftur á um klukkan 18.30 í borginni.

Viðmælandi mbl.is sagði nokkra ringulreið hafa myndast við Lækjargötu, þar sem umferðarljósin urðu óvirk. Verslunareigendur gripu til þess ráðs að hlaða greiðsluposa í bílum sínum, en víða lágu rafræn greiðslukerfi niðri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert