Telja frumvarpið ýta undir verðbólgu

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Ljósmynd/Neytendasamtökin

Neytendasamtökin gagnrýna fjárlagafrumvarp næsta árs í umsögn sem samtökin sendu fjárlaganefnd Alþingis í dag. 

Þar er aðallega gagnrýnt að ýmis skattar og gjöld fylgi vísitölu neysluverðs en ekki verðbólgu markmiði Seðlabankans eins og undanfarin ár, að því er segir í tilkynningu frá Neytendasamtökunum.

Leiði til hækkunar á lánum

Samtökin hvetja stjórnvöld til þess að leita allra leiða til að draga úr verðbólgu, í stað þess að „ausa olíu á verðbólgubálið“. 

Samtökin halda því fram að með því að láta skatta fylgja vísitölu neysluverðs leiði það til hækkunar á verðtryggðum lána heimilanna auk þess rýri aðgerðir stjórnvalda virði krónunnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert