Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur Vegagerðarinnar, vekur athygli á ískyggilegri veðurspá á sunnudag.
Hann segir að á fjallvegum norðan- og norðaustanlands sé reiknað með stormi og stórhríð frá því um og fyrir hádegi og krapa á láglendi.
Suðaustanlands verða síðan skeinuhættir sviptivindar og sandfok.