„Af verkum okkar erum við dæmd“

„Þessi stuðningur er ómetanlegur og sýnir á hvaða stað við …
„Þessi stuðningur er ómetanlegur og sýnir á hvaða stað við erum í VR.“ Haraldur Jónasson/Hari

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og frambjóðandi til forseta ASÍ kveðst þakklátur fyrir þann stuðning sem stéttarfélagið sýni honum, en í gærkvöldi lýsti stjórn VR yfir fullum stuðningi við framboð Ragnars Þórs, í aðsendri grein á Vísi.

Þetta skrifar Ragnar Þór á Facebook, þar sem hann tjáir sig um þá andstöðu sem hann hefur mætt af hálfu leiðtoga innan ASÍ.

Endurspegli stöðu VR

„Það er ekki alltaf auðvelt að fá á sig ómaklegar ásakanir og rógburð sem eiga ekki við nokkur rök að styðjast. Og vera settur í þá stöðu að reyna að verjast þeim gagnvart fólki sem virðist blindað af óskiljanlegri og persónulegri heift,“ skrifar hann.

„En af verkum okkar erum við dæmd,“ heldur hann áfram. „Þessi stuðningur er ómetanlegur og sýnir á hvaða stað við erum í VR og hversu langt við erum komin í okkar frábæra starfi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert