Bændur reyna að lesa í hitatölurnar

Þar sem gerir slyddu er skynsamlegra að taka sauðfé inn …
Þar sem gerir slyddu er skynsamlegra að taka sauðfé inn á hús. mbl.is/Atli Vigfússon

Guðfinna Harpa Árnadóttir, sauðfjárbóndi á Straumi á Héraði, segir bændur hafa verið í eftirleitum undanfarna daga til þess að tryggja að það verði ekkert fé eftir ófundið þegar óveðrið skellur á. 

Þá fer það eftir því hvar fólk er staðsett, miðað við lægðina, hvort fé sé tekið inn á hús eða ekki. „Þeir sem verða með fé úti eru flestir að reyna að tryggja að það sé ekki við skurði eða á öðrum óheppilegum stöðum.“

Bændur fylgjast einna helst með hitatölum um þessar mundir til þess að geta spáð í það hvort niðurkoman verði í formi slyddu eða rigningar. 

„Ef það verður mikil slydda þá er það auðvitað slæmt og þá þarf að taka féð inn. Við erum að vona að það verði frekar rigning hérna á láglendinu.“

Úrkoma fremur en snjókoma

Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda, vonast til þess að flestir hrossabændur horfi til reynslunnar og meti hvort þörf sé á að færa til hross vegna veðursins. 

Flest hross eru í útigangi um þessar mundir. 

Hann hefur minni áhyggjur af veðrinu eftir að spár leiddu líkur að því að það geri frekar úrkomu heldur en sjókomu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert