Nokkuð var um ölvunar- og fíkniefnaakstur í nótt, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.
Ökumaður var stöðvaður rétt fyrir klukkan eitt, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna auk þess sem hann var án ökuréttinda. Klukkutíma síðar var ökumaður stöðvaður vegna hraðaksturs, en hann var einnig með útrunnin ökuréttindi.
Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir til viðbótar, grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis, annar þeirra jafnframt grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna.
Ofurölvi einstaklingur var aðstoðaður og honum ekið heim til sín þar sem hann var ógangfær.
Eitt umverðalagabrot varð til viðbótar í efri byggðum þar sem ökumaður var stöðvaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og vörslu ólöglegra efna. Var hann látinn laus að lokinni sýnatöku.
Alls voru 33 mál skráð hjá lögreglu frá miðnætti, en alls 90 mál ef litið er til þeirra sem skráð voru frá því klukkan fimm síðdegis.