Óveður mun ganga yfir landið á næsta sólarhring.
Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út á norðaustanverðu landinu auk þess sem ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi almannavarna þar, og óvissustigi víðar.
Hér fyrir neðan má fylgjast með því hvernig óveðrið gengur yfir landið, í fyrsta lagi með tilliti til vindhraða og í öðru lagi hvað úrkomu varðar.
Veðurfræðingar hafa tjáð mbl.is að þeir hafi sjaldan séð spáð jafn mikilli úrkomu á jafnskömmu tímabili. Mikil óvissa ríkir um hvort hún verði í formi regns eða snjós.