Hættustigi og óvissustigi lýst yfir víða

Viðvaranir verða í gildi um allt land.
Viðvaranir verða í gildi um allt land. Kort/Veðurstofa Íslands

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi og hættustigi almannavarna í fimm lögregluumdæmum, í samráði við lögreglustjóra, vegna þess veðurs sem spáð er að gangi yfir landið á morgun.

Frá þessu greinir embættið í tilkynningu:

  • Norðurland eystra – Hættustig vegna veðurs, mikillar úrkomu og hugsanlegra samgöngutruflana.

  • Austurland – Hættustig vegna veðurs, mikillar úrkomu og hugsanlegra samgöngutruflana.

  • Vestfirðir – Óvissustig vegna veðurs og hugsanlegra samgöngutruflana.

  • Norðurland vestra - Óvissustig vegna veðurs, mikillar úrkomu og hugsanlegra samgöngutruflana.

  • Suðurland – Óvissustig vegna hvassviðris og hugsanlegra samgöngutruflana.

Fólk sem hugar að ferðalögum á þessum landshlutum er hvatt til þess að fylgjast vel með veðurspám á vedur.is og upplýsingum um ástandi vega á vegagerdin.is og safetravel.is.

Þá er bent á að þar sem spár Veðurstofu gera ráð fyrir mikilli úrkomu sé fólk sérstaklega hvatt til að huga að ræsum og niðurföllum til að forðast vatnstjón.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert