Þú bjargaðir lífi mínu!

Helgi Björnsson er hrærður yfir viðtökum þjóðarinnar.
Helgi Björnsson er hrærður yfir viðtökum þjóðarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þakk­lætið var mikið, ég skynjaði það mjög fljótt. Það er enn þá að koma fólk upp að mér á götu sem seg­ist ekki þekkja mig en megi til að þakka mér fyr­ir að hafa bjargað lífi sínu í Covid. Maður fer bara hjá sér og verður feim­inn þegar maður heyr­ir svona lagað. Við viss­um ekk­ert út í hvað við vor­um að fara enda óviss­an um fram­hald far­ald­urs­ins al­gjört; mark­miðið var bara að létta fólki lífið, ef þess væri nokk­ur kost­ur. Þessi viðbrögð hafa snert mig djúpt.“

Þetta seg­ir Helgi Björns­son tón­list­armaður en hann lék stórt hlut­verk í lífi margra lands­manna meðan á heims­far­aldri kór­ónu­veirunn­ar stóð, með tón­leika­haldi í Sjón­varpi Sím­ans á sama tíma og sam­komu­bönn voru við lýði í land­inu. Fyrst und­ir nafn­inu Heima með Helga en síðan Það er kom­in Helgi.

– Sástu fyr­ir þér að þátt­ur­inn myndi ganga svona lengi?

„Nei, ertu frá þér? Ég var vongóður um að hægt væri að gera þetta nokkr­um sinn­um en hugsaði ekki lengra. Snjó­bolt­inn hélt bara áfram að rúlla.“

Það er kom­in Helgi verður ekki á dag­skrá í vet­ur. „Þetta er orðið ágætt, alla vega í bili. Hvað sem síðar verður. Það hef­ur verið mikið fram­boð af okk­ur og ágætt að taka sér smá hvíld. Þetta var líka rosa­leg vinna. Þátt­ur­inn var varla bú­inn þegar maður var kom­inn á fullt að huga að þeim næsta; fá gesti, velja lög, semja sketsa og þar fram eft­ir göt­un­um.“

Get­ur vel hugsað sér að vinna meira við sjón­varp

– En hef­urðu áhuga á að vinna meira við sjón­varp, jafn­vel að öðrum skemmtiþætti?

„Já, ég gæti vel hugsað mér það. Það er gam­an að fást við þetta form. Ekk­ert er fast í hendi en ég er með hug­mynd­ir sem ekki er tíma­bært að fara út í hér.“

SSSól á æfingu fyrir tónleikana um næstu helgi.
SS­Sól á æf­ingu fyr­ir tón­leik­ana um næstu helgi. Ljós­mynd/​Mummi Lú


Hann seg­ir Heima með Helga og Það er kom­in Helgi hafa sýnt og sannað að línu­leg dag­skrá sé frá­leitt að dauða kom­in. „Það er eng­in spurn­ing. Það fara ekki all­ir út að djamma á laug­ar­dags­kvöld­um, sum­um finnst bara ljóm­andi huggu­legt að koma sér vel fyr­ir í sóf­an­um og horfa á skemmti­legt efni í sjón­varp­inu og ekki skemm­ir fyr­ir ef það er ís­lenskt. Auðvitað byrjuðum við í Covid og allt það en það var mjög áhuga­vert að fylgj­ast með því hvernig þetta þróaðist er á leið.“

Ítar­lega er rætt við Helga í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins en um næstu helgi held­ur hann ásamt fé­lög­um sín­um upp á 35 ára af­mæli Síðan skein sól í Há­skóla­bíói. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert