Á fimmta tug í fjöldahjálparstöðvum

Vegum hefur víða verið lokað.
Vegum hefur víða verið lokað. mbl.is/Sigurður Ægisson

Alls dvelja nú 42 manns í fjölda­hjálp­ar­stöðvum vegna vega­lok­ana víðs veg­ar um landið, sem stafa af fár­viðri sem geng­ur nú yfir landið.

26 eru nú í fé­lags­heim­il­inu Leik­skál­um í Vík í Mýr­dal og 16 manns í Kirkju­bæj­ar­skóla á Kirkju­bæj­arklaustri. Þetta seg­ir Jón Brynj­ar Birg­is­son, sviðsstjóri inn­an­lands­sviðs Rauða kross­ins.

Gætu þurft að opna fleiri stöðvar 

„Þetta er fyrst og fremst fólk sem er á ferðalagi. Er­lend­ir ferðamenn, sem ekki kom­ast leiðar sinn­ar vegna vega­lok­ana. Það fólk gist­ir hjá okk­ur í nótt eða þar til Vega­gerðin opn­ar fyr­ir um­ferð,“ seg­ir Jón. Það hafi hjálpað til við að tæma svæðið áður en versta veðrið skall á.

Ekki er von á mikið fleir­um þar sem veg­um var lokað snemma í dag og fólk fljótt gert kunn­ugt um aðstæður. 

„Lög­regl­an og björg­un­ar­sveit­ir vísa fólki til okk­ar,“ seg­ir hann. 

Frem­ur á Rauði kross­inn von á að þurfa að opna fjölda­hjálp­ar­stöð ann­ars staðar á land­inu.

„Við hefðum al­veg eins átt von á að opna aust­ar.“

Þá er til skoðunar að færa fjölda­hjálp­ar­stöðina á Kirkju­bæj­arklaustri í annað hús­næði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert