Búið að líma fyrir hurðir og hlaða upp sandpokum

Búast má við hárri sjávarstöðu í dag, líkt og fyrir …
Búast má við hárri sjávarstöðu í dag, líkt og fyrir tveimur vikum síðan. Nú er fólk þó betur undirbúið. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Á Ak­ur­eyri hef­ur bætt í vind jafnt og þétt auk þess sem „míg­andi rign­ing“ hef­ur verið frá því snemma í morg­un, að sögn Friðriks Jóns­son­ar varðstjóra hjá slökkviliðinu á Ak­ur­eyri. 

Slökkviliðið fór yfir all­an búnað í gær auk þess sem um­fangs­mikl­ar ráðstaf­an­ir voru gerðar, einkum við höfn­ina þar sem gerði flóð í haust­lægðinni fyr­ir tveim­ur vik­um. 

„Íbúar og þeir sem eru með fyr­ir­tækja­rekst­ur þarna unnu hörðum hönd­um í gær að tryggja sín­ar flóðvarn­ir. Búið er að líma fyr­ir hurðir og hlaða upp sand­pok­um. Svo er bær­inn bú­inn að koma upp sér­stök­um brunn­um þarna sem eiga að geta hleypt sjón­um út. “

Friðrik seg­ir ljóst að eng­inn hafi áhuga á því að ganga í gegn­um sömu raun­irn­ar tvisvar. 

Raf­magni gæti slegið út

Bú­ist er við trufl­un­um á raf­magni á norðan­verðu land­inu, en Landsnet hef­ur varað við því að til­tekn­ar lín­ur kunni að gefa sig. Einkum Kópa­skers­lína, Laxár­lína og Kröflu­lína. 

„Við erum tengd í báðar átt­ir, til aust­ur og vest­ur, hér á Ak­ur­eyri þannig að þó það gæti slegið út í smá tíma þá ætti ekki að líða á löngu þar til við kæm­umst í raf­magn á ný. Aðrir staðir aust­ar eru háðari þess­um lín­um, en ég veit að vara­aflsvél­um hef­ur verið komið fyr­ir á ein­hverj­um stöðum til þess að fyr­ir­byggja að við lend­um í aðstæðum eins og í des­em­ber 2019.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert