Bundu niður þak í Eyjum

„Við ætlum að vera hér fram eftir degi og sjá …
„Við ætlum að vera hér fram eftir degi og sjá hvað setur,“ segir formaður Björgunarfélags Vestmannaeyja. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Björg­un­ar­sveit­ar­menn bundu niður þak á skúr við Skóla­veg í Vest­manna­eyj­um í dag. Óveður geng­ur yfir landið allt í dag, af mest­um þunga á norðaust­an­verðu land­inu.

Frá Vestmannaeyjahöfn í dag.
Frá Vest­manna­eyja­höfn í dag. mbl.is/Ó​skar Pét­ur Friðriks­son

Er þetta eina verk­efnið sem Björg­un­ar­fé­lag Vest­manna­eyja hef­ur sinnt til þessa í dag, að sögn Arn­órs Arn­órs­son­ar for­manns fé­lags­ins. 

„Við ætl­um að vera hér fram eft­ir degi og sjá hvað set­ur,“ seg­ir hann.

Frétta­rit­ari mbl.is á staðnum seg­ir veðrið tölu­vert slæmt og að mikl­ar vind­hviður komi af og til. Arn­ór tel­ur ekki að um af­taka­veður sé að ræða og að út­kallið hafi verið minni­hátt­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert