Býst við meiri látum í veðrinu í kvöld

Björgunarsveitir eru klárar sem fyrr. Mynd úr safni.
Björgunarsveitir eru klárar sem fyrr. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það hef­ur verið held­ur ró­legt en þó eitt­hvað verið um verk­efni. Fólk virðist al­mennt fara eft­ir fyr­ir­mæl­um og halda sig heima,“ seg­ir Kar­en Ósk Lár­us­dótt­ir hjá Slysa­varna­fé­lag­inu Lands­björg.

Hún seg­ir björg­un­ar­sveit­ir ekki hafa þurft að fara í mörg út­köll það sem af er degi.

„Það hef­ur verið eitt og eitt fok­verk­efni og ein­hverj­ir fast­ir bíl­ar.“

Björg­un­ar­sveit­ir alltaf klár­ar

„Á Aust­ur­landi held ég að mesti hvell­ur­inn verði í kvöld, það er bú­ist við því að næsta klukku­tím­ann fari að hvessa.

Þannig að ég býst við að það fari að verða meiri læti í veðrinu svona fram eft­ir kvöldi og skilst að þessu eigi ekk­ert að ljúka fyrr en á morg­un, en hversu mik­il áhrif það hef­ur á land­inu get ég ekki al­veg sagt til um,“ seg­ir Kar­en.

„Björg­un­ar­sveit­ir eru í viðbragðsstöðu alla daga all­an árs­ins hring og alltaf klár­ar, þannig að það er eng­in breyt­ing þar á,“ seg­ir Kar­en, spurð hvort það verði auk­inn viðbúnaður hjá björg­un­ar­sveit­um í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert