Fastur á spænsku sjúkrahúsi síðan í ágúst

Sigurður Kristinsson missti getuna til að kyngja og fær alla …
Sigurður Kristinsson missti getuna til að kyngja og fær alla fæðu í gegnum sondu. Ljósmynd/Aðsend

Íslensk­ur karl­maður á átt­ræðis­aldri hef­ur verið fast­ur á sjúkra­húsi á Spáni frá því um miðjan ág­úst, en hann fékk heila­blóðfall sem varð meðal ann­ars til þess að hann lamaðist vinstra meg­in á lík­am­an­um.

Maður­inn, Sig­urður Krist­ins­son, er 71 árs og dvel­ur á Spáni hluta úr ári. Staða Sig­urðar fer batn­andi að sögn dótt­ur hans, Rúnu Krist­ín­ar.

Hann mátti ekki fljúga til Íslands fyrr en mánuði eft­ir heila­blóðfallið og dvaldi því á sjúkra­húsi í Tor­revieja í rúm­ar þrjár vik­ur, en nær all­an þann tíma óskuðu lækn­ar eft­ir því að hann yrði flutt­ur á aðra stofn­un, þar sem hann var ekki í lífs­hættu. Fjöl­skylda Sig­urðar leitaði því aðstoðar ræðismanns Íslands á Spáni, sem og Sjúkra­trygg­inga Íslands.

„Sjúkra­trygg­ing­ar vildu ekki veita okk­ur lista yfir mögu­leg­ar stofn­an­ir, þar sem þau mega ekki mæla með einni meðferðar­stofn­un um­fram aðra, þrátt fyr­ir að vita um mögu­leg úrræði. Það endaði með því að rit­ari ræðismanns­ins fann einka­rekið dval­ar­heim­ili sem gat tekið við hon­um tíma­bundið,“ seg­ir Rúna.

„Búið að vera rosa­lega erfitt“

Fjöl­skyld­an hafi þó þurft að standa straum af öll­um kostnaði, þar sem Sjúkra­trygg­ing­ar greiði ekki fyr­ir umönn­un á einka­rekn­um stofn­un­um er­lend­is.

„Óskin var sú að pabbi myndi styrkj­ast nægi­lega á dval­ar­heim­il­inu til að geta farið heim í flug­vél annað hvort í sæti eða á bör­um. Því miður gekk það ekki eft­ir þar sem hann varð fyr­ir því óláni að detta fram úr rúmi sem var án hliðargrinda.“

Sig­urður var þá flutt­ur á spít­ala í Murcia, þar sem hann dvel­ur enn.

„Það er búið að breyta meðferð hjá hon­um og hann er nú meira meðvitaður og meira vak­andi. Aft­ur á móti er þetta búið að vera rosa­lega erfitt und­an­farið og margt stuðlað að slæmu gengi en von­andi erum við að ná að snúa þró­un­inni hon­um í vil.“

Í kjöl­far heila­blóðfalls­ins missti Sig­urður get­una til að kyngja og þar af leiðandi til að borða og fær nú alla fæðu í gegn­um sondu.

„Hann er illa áttaður og hugs­an­lega missti hann hluta úr sjónsviði. Ætli það séu ekki komn­ir 40 til 50 dag­ar í heild­ina sem við erum búin að vera hérna er­lend­is og við erum bara til­finn­inga­lega búin á sál og lík­ama.“

Sigurður er 71 árs og dvelur á Spáni hluta úr …
Sig­urður er 71 árs og dvel­ur á Spáni hluta úr ári. Ljós­mynd/​Aðsend

Safna fyr­ir sér­hæfðri sjúkra­flug­vél

Búið er að hrinda af stað söfn­un fyr­ir sér­hæfðri sjúkra­flug­vél til að flytja Sig­urð heim til Íslands. Safna þarf rúm­lega sex millj­ón­um króna. 

Fjöl­skylda Sig­urðar fékk til­boð frá norska flug­fé­lag­inu sem Gísli Finns­son kom heim með. Gísli fannst meðvit­un­ar­laus fyr­ir utan veit­ingastað á Spáni þann 21. ág­úst og dvaldi á sjúkra­húsi þar til hann komst loks til Íslands í gær.

„Söfn­un­in geng­ur ágæt­lega, en hægt. Við erum kom­in með tæp­lega helm­ing upp­hæðar­inn­ar og því miður mynd­um við gjarn­an vilja vera kom­in lengra, en við verðum bara að vera þol­in­móð,“ seg­ir Rúna.

„Margt smátt ger­ir eitt stórt og með auðmýkt ósk­um við eft­ir stuðningi lands­manna og erum ofsa­lega þakk­lát fyr­ir all­an stuðning.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert