Tíu ungmenni, á aldrinum 18 til 20 ára, hlutu forsetamerki Bandalags íslenskra skáta við formlega athöfn að Bessastöðum í gær.
Forseti Íslands, er verndari skátahreyfingarinnar, og hefur séð um að afhenda silfurnælu, þeim sem skara fram úr, árlega síðan árið 1965.
„Í forsetamerkinu sameinast gildi skátahreyfingarinnar um eflingu einstaklingsins og þess að gera sitt besta samfélaginu til heilla,“ segir í tilkynningu.
Til þess að vinna að forsetamerkinu þurfa skátar að stunda kröftugt skátastarf í þrjú ár þar sem meðal annars reynir á leiðtogaþjálfun, fjallamennsku, sjálfboðaliðastörf í þágu samfélagsins og þjálfun í verklegum þáttum eins og skyndihjálp, skipulagningu ferða og framkvæmd viðburða. Verkefnin hafa mörg hver tengsl við heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna.
Merkið hlutu Arney Sif Ólafsdóttir, Karen Hekla Grønli Skátafélaginu og Bjarni Gunnarsson, frá skátafélaginu Fossbúum á Selfossi, Guðbjörg Viðja Pétursdóttir Biering og Sigurbjörg Erla Pétursdóttir Biering frá skátafélaginu Heiðabúum í Reykjanesbæ og Hersteinn Skúli Gunnarsson frá skátafélaginu Kópum í Kópavogi.
Jökull Freysteinsson hlaut einnig merkið, en hann er félagi í Landnemum í Reykjavík, sem Pjetur Már Hjaltason hlaut merkið, en hann er félagi í skátafélaginu Ægisbúum í Reykjavík.
Sebastian Fjeldal Berg frá skátafélaginu Klakki á Akureyri og Sunna Dís Helgadóttir Skátafélaginu Skjöldungum Reykjavík hlutu jafnframt merkið.