Forseti verðlaunaði framúrskarandi skáta

Skátar frá Selfossi ásamt forseta.
Skátar frá Selfossi ásamt forseta. Ljósmynd/Skátarnir

Tíu ung­menni, á aldr­in­um 18 til 20 ára, hlutu for­seta­merki Banda­lags ís­lenskra skáta við form­lega at­höfn að Bessa­stöðum í gær. 

For­seti Íslands, er vernd­ari skáta­hreyf­ing­ar­inn­ar, og hef­ur séð um að af­henda silf­ur­nælu, þeim sem skara fram úr, ár­lega síðan árið 1965. 

„Í for­seta­merk­inu sam­ein­ast gildi skáta­hreyf­ing­ar­inn­ar um efl­ingu ein­stak­lings­ins og þess að gera sitt besta sam­fé­lag­inu til heilla,“ seg­ir í til­kynn­ingu. 

Til þess að vinna að for­seta­merk­inu þurfa skát­ar að stunda kröft­ugt skát­astarf í þrjú ár þar sem meðal ann­ars reyn­ir á leiðtogaþjálf­un, fjalla­mennsku, sjálf­boðaliðastörf í þágu sam­fé­lags­ins og þjálf­un í verk­leg­um þátt­um eins og skyndi­hjálp, skipu­lagn­ingu ferða og fram­kvæmd viðburða. Verk­efn­in hafa mörg hver tengsl við heims­mark­mið Sam­einuðu Þjóðanna.

Pjetur Már tekur hér á móti nælunni.
Pjet­ur Már tek­ur hér á móti næl­unni. Ljós­mynd/​Skát­arn­ir

Merk­is­haf­ar

Merkið hlutu Arney Sif Ólafs­dótt­ir, Kar­en Hekla Grønli Skáta­fé­lag­inu og Bjarni Gunn­ars­son, frá skáta­fé­lag­inu Foss­bú­um á Sel­fossi, Guðbjörg Viðja Pét­urs­dótt­ir Bier­ing og Sig­ur­björg Erla Pét­urs­dótt­ir Bier­ing frá skáta­fé­lag­inu Heiðabú­um í Reykja­nes­bæ og Her­steinn Skúli Gunn­ars­son frá skáta­fé­lag­inu Kóp­um í Kópa­vogi.

Jök­ull Frey­steins­son hlaut einnig merkið, en hann er fé­lagi í Land­nem­um í Reykja­vík, sem Pjet­ur Már Hjalta­son hlaut merkið, en hann er fé­lagi í skáta­fé­lag­inu Ægis­bú­um í Reykja­vík. 

Sebastian Fjeldal Berg frá  skáta­fé­lag­inu Klakki á Ak­ur­eyri og Sunna Dís Helga­dótt­ir Skáta­fé­lag­inu Skjöld­ung­um Reykja­vík hlutu jafn­framt merkið. 

Mynd af hópnum.
Mynd af hópn­um. Ljós­mynd/​Skát­arn­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert