Fóru út í veðrið og sótt klukkutíma síðar

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:28
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:28
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Fimm ferðamenn lögðu af stað í óveðrið í dag þrátt fyr­ir viðvar­an­ir. Klukku­tíma síðar þurfti að koma þeim aft­ur heim. 

„Í morg­un vildu nokkr­ir ferðamenn fara af svæðinu, fannst veðrið ekk­ert slæmt um ell­efu, tólfleytið. Það var einn bíll sem fór frá okk­ur og við þurft­um að sækja hann klukku­tíma síðar,“ seg­ir Elísa­bet Svava Kristjáns­dótt­ir, sem býr á Möðru­dal ásamt eig­in­manni sín­um, Vil­hjálmi Vern­h­arðssyni.

„Ferðamennirnir halda sig innandyra og við erum búin að vera …
„Ferðamenn­irn­ir halda sig inn­an­dyra og við erum búin að vera að færa þeim mat í þeim gisti­hús­um sem eru hér í grennd­inni,“ seg­ir Elísa­bet. Ljós­mynd/​Elísa­bet Svava Kristjáns­dótt­ir

Hviður farið í 34 metra á sek­úndu

Ferðamenn­irn­ir voru fegn­ir aðstoðinni og gerðu sér grein fyr­ir mis­tök­un­um.

„Ferðamenn­irn­ir halda sig inn­an­dyra og við erum búin að vera að færa þeim mat í þeim gisti­hús­um sem eru hér í grennd­inni,“ seg­ir Elísa­bet.

Rofað hef­ur til á svæðinu og mæl­ist vind­ur um 26 metr­ar á sek­úndu en hviður hafa farið í 34 metra á sek­úndu.

Lítið skyggni hefur verið á svæðinu í dag.
Lítið skyggni hef­ur verið á svæðinu í dag. Ljós­mynd/​Elísa­bet Svava Kristjáns­dótt­ir

Ferðamenn ótta­slegn­ir

Halda hjón­in úti gistiþjón­ustu í fjór­um hús­um í ná­grenni við heim­ili sitt.

„Þau eru hér í gist­ingu. Ferðamenn­irn­ir eru all­ir hissa á veðrinu, það sést ekki á milli húsa hér. Þetta er eins og janú­ar­veður. Fólk er ótta­slegið og óör­uggt, mikið að spyrja út í hvað þetta muni standa yfir lengi og hvort þetta muni versna. Hvort við gæt­um fært þeim mat í fyrra­málið,“ seg­ir Elísa­bet. 

Fyrr í kvöld fest­ust tveir ferðamenn á Möðru­dals­ör­æf­um en björg­un­araðilar komu þeim til aðstoðar upp úr klukk­an tíu.

Frá Möðrudal í kvöld.
Frá Möðru­dal í kvöld. Ljós­mynd/​Elísa­bet Svava Kristjáns­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert