Fóru út í veðrið og sótt klukkutíma síðar

Fimm ferðamenn lögðu af stað í óveðrið í dag þrátt fyrir viðvaranir. Klukkutíma síðar þurfti að koma þeim aftur heim. 

„Í morgun vildu nokkrir ferðamenn fara af svæðinu, fannst veðrið ekkert slæmt um ellefu, tólfleytið. Það var einn bíll sem fór frá okkur og við þurftum að sækja hann klukkutíma síðar,“ segir Elísabet Svava Kristjánsdóttir, sem býr á Möðrudal ásamt eiginmanni sínum, Vilhjálmi Vernharðssyni.

„Ferðamennirnir halda sig innandyra og við erum búin að vera …
„Ferðamennirnir halda sig innandyra og við erum búin að vera að færa þeim mat í þeim gistihúsum sem eru hér í grenndinni,“ segir Elísabet. Ljósmynd/Elísabet Svava Kristjánsdóttir

Hviður farið í 34 metra á sekúndu

Ferðamennirnir voru fegnir aðstoðinni og gerðu sér grein fyrir mistökunum.

„Ferðamennirnir halda sig innandyra og við erum búin að vera að færa þeim mat í þeim gistihúsum sem eru hér í grenndinni,“ segir Elísabet.

Rofað hefur til á svæðinu og mælist vindur um 26 metrar á sekúndu en hviður hafa farið í 34 metra á sekúndu.

Lítið skyggni hefur verið á svæðinu í dag.
Lítið skyggni hefur verið á svæðinu í dag. Ljósmynd/Elísabet Svava Kristjánsdóttir

Ferðamenn óttaslegnir

Halda hjónin úti gistiþjónustu í fjórum húsum í nágrenni við heimili sitt.

„Þau eru hér í gistingu. Ferðamennirnir eru allir hissa á veðrinu, það sést ekki á milli húsa hér. Þetta er eins og janúarveður. Fólk er óttaslegið og óöruggt, mikið að spyrja út í hvað þetta muni standa yfir lengi og hvort þetta muni versna. Hvort við gætum fært þeim mat í fyrramálið,“ segir Elísabet. 

Fyrr í kvöld festust tveir ferðamenn á Möðrudalsöræfum en björgunaraðilar komu þeim til aðstoðar upp úr klukkan tíu.

Frá Möðrudal í kvöld.
Frá Möðrudal í kvöld. Ljósmynd/Elísabet Svava Kristjánsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert