Hefur skilað skýrslu vegna Óshlíðarslyssins

Talið er að bifreiðin hafi farið út af í blindbeygju.
Talið er að bifreiðin hafi farið út af í blindbeygju. Ljósmynd/Ljósmyndasafn Ísafjarðar

Rétt­ar­lækn­ir hef­ur skilað skýrslu í máli manns sem fannst lát­inn eft­ir bíl­veltu í Óshlíð, milli Bol­ung­ar­vík­ur og Hnífs­dals, árið 1973.

Þetta staðfest­ir Hlyn­ur Snorra­son, yf­ir­lög­regluþjónn lög­regl­unn­ar á Vest­fjörðum, í sam­tali við mbl.is.

Rúv greindi fyrst frá.

Lög­regl­an í Vest­manna­eyj­um gróf upp lík­ams­leif­ar manns­ins í maí síðastliðnum, þar sem talið var að slysið hafi ekki verið nægj­an­lega upp­lýst.

Skoða skýrsl­una vand­lega

Spurður hvort eitt­hvað í skýrslu rétt­ar­lækn­is hafi komið lög­regl­unni á óvart seg­ir Hlyn­ur:

„Hún er ný­lega kom­in til okk­ar og nú skoðum við skýrsl­una vel og vand­lega. Síðan met­um við næsta skref. Það verður gert op­in­bert á allra næstu dög­um,“ seg­ir Hlyn­ur.

Talið að bif­reið hafi farið út af í blind­beygju

Lík­ams­leif­arn­ar sem lög­regl­an gróf upp til­heyra 19 ára pilti sem fannst lát­inn eft­ir bíl­veltu í Óshlíð, milli Hnífs­dals og Bol­ung­ar­vík­ur, fyr­ir tæp­um 50 árum. Hann var farþegi í bíl sem talið er að hafi farið út af í blind­beygju.

Lög­regl­an á Vest­fjörðum greindi frá því í lok maí að henni hefði borist ábend­ing um að um­rætt slys­ hefði ekki verið upp­lýst nægj­an­lega á sín­um tíma. 

Þrátt fyr­ir að lang­ur tími sé liðinn eru tald­ar lík­ur á því að hægt sé að upp­lýsa nán­ar um til­drög at­viks­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert