Margir erlendir ferðamenn þurfa frá að hverfa

Margir ferðamenn komu að lokuðum vegum í dag.
Margir ferðamenn komu að lokuðum vegum í dag. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Björg­un­ar­sveit­ir voru kallaðar út á Aust­ur­landi síðdeg­is í dag vegna ferðamanna sem lentu í vand­ræðum á Möðru­dal.

Lög­regl­an á Aust­ur­landi seg­ir tals­verða áskor­un fólgna í því að ná bet­ur til er­lendra ferðamanna, sem komu marg­ir að lokuðum veg­um í dag og þurftu því frá að hverfa.

Fjölda­hjálp­ar­stöðvar hafa verið opnaðar á Suður­landi til að hýsa ferðamenn sem ekki kom­ast leiðar sinn­ar.

Íbúar hafi fylgt til­mæl­um

Íbúar hafi þó í hví­vetna fylgt til­mæl­um um að halda sig heima. Veg­ir á Möðru­dals­ör­æf­um, Vatns­skarði, Fjarðar­heiði, Fagra­dal, Breiðadals­heiði og Öxi, sem og á milli Hafn­ar og Fá­skrúðsfjarðar, eru enn lokaðir.

„Gert er ráð fyr­ir óbreytt­um lok­un­um [þar til í fyrra­málið] þegar staðan verður end­ur­met­in. Það verður gert í bítið,“ seg­ir í færslu lög­regl­unn­ar á Aust­ur­landi á Face­book.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert