Rafmagni sló út á Húsavík

Frá Húsavík í dag. Rafmagnslaust var í um fimm mínútur.
Frá Húsavík í dag. Rafmagnslaust var í um fimm mínútur. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Raf­magns­laust varð á Húsa­vík rétt fyr­ir klukk­an átta í kvöld en þetta staðfest­ir Katrín Sig­ur­jóns­dótt­ir, sveit­ar­stjóri Norðurþings, í sam­tali við mbl.is.

Að henn­ar sögn var aðeins raf­magns­laust í um fimm mín­út­ur og er raf­magnið því aft­ur komið á. Hún seg­ir það með öllu óljóst hvers vegna raf­magn­inu sló út.

Fólki brugðið

Hjálm­ar Bogi Hafliðason, for­seti sveit­ar­stjórn­ar, seg­ir að þótt að raf­magni hafi aðeins slegið út í stutta stund hafi fólki samt sem áður brugðið tölu­vert við það. 

„Auðvitað bregður fólki alltaf við þegar raf­magnið fer af en þetta voru bara nokkr­ar mín­út­ur sem það var raf­magns­laust.“

Að hans sögn sló raf­magni ekki aðeins út á Húsa­vík held­ur á stóru svæði á Norður­landi. Hann seg­ir aðgerðastjórn á Húsa­vík vera á stöðufundi eins og er til að reyna að kom­ast að því hvað olli.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert