Rétt að koma lausamunum í skjól hið snarasta

Frá Djúpavogi. Verið er að loka veginum þaðan á Höfn. …
Frá Djúpavogi. Verið er að loka veginum þaðan á Höfn. Mynd úr safni. Ljósmynd/Aðsend

Aðgerðastjórn al­manna­varna á Aust­ur­landi hvet­ur til inni­veru í dag og fram til fyrra­máls. „Ef enn á eft­ir að huga að lausa­mun­um, rusla­tunn­um, til að mynda, er rétt að koma þeim í skjól hið fyrsta.“

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á Aust­ur­landi. 

Þar seg­ir jafn­framt að spá um af­leitt veður í fjórðungn­um sé að ganga eft­ir. Þjóðveg­in­um um Möðru­dals­ör­æfi og Vopna­fjarðar­heiði hef­ur verið lokað. Vatns­skarð gæti lokast með skömm­um fyr­ir­vara.

Þá er verið að loka veg­arkafl­an­um frá Höfn að Djúpa­vogi sem og Breiðdals­heiði og Öxi.

Gott að hafa kerti og vasa­ljós til reiðu

Vegna hvass vinds og vind­strengja á fjörðunum í kvöld og til fyrra­máls mun ekk­ert ferðaveður verða þar á þeim tíma frek­ar en ann­arsstaðar í fjórðungn­um, en gert er ráð fyr­ir 35 til 40 m á sek í meðal­vindi og 45 til 50 metr­ar í hviðum, sér­stak­lega sunn­an­til. Hæg­ara verður á aust­fjörðum fram­eft­ir degi en hvess­ir þar síðdeg­is og verður mjög hvasst í nótt og fram á morg­un.“

Þar sem raf­magn kann að fara af meðan ofs­inn geng­ur yfir eru viðkvæm­ar stofn­an­ir og fyr­ir­tæki beðnar um að huga að viðbrögðum vegna þess. Íbúar eru hvatt­ir til að hafa kerti eða vasa­ljós til reiðu. „Fari raf­magn af mun það von­andi ekki standa lengi.“
„Gæt­um að okk­ur, ver­um heima og leggj­um þannig okk­ar af mörk­um til að aðrir geti verið það einnig.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert