Sátu föst í bifreið á Möðrudalsöræfum

Björgunarsveitir hafa verið kallaðar á vettvang. Mynd úr safni.
Björgunarsveitir hafa verið kallaðar á vettvang. Mynd úr safni. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Par situr fast í bifreið sinni á Möðrudalöræfum vegna óveðursins sem þar gengur yfir. Um er að ræða erlenda ferðamenn samkvæmt upplýsingum mbl.is og hafa björgunarsveitir þegar verið ræstar út.

Mikil snjókoma er á svæðinu og skyggni lítið og eiga björgunarsveitir því mikið verk fyrir höndum.

Fyrr í dag festust fimm ferðamenn á Möðrudalsöræfum og var þeim komið í skjól stuttu seinna.

Lögreglan sagði í tilkynningu í kvöld að erfitt reynist að ná til ferðamanna og upplýsa þá um veður og lokanir.

Uppfært kl. 22.16:

Björgunarsveitir eru komnar til ferðamannanna og vinna nú að því að koma þeim til byggða, að sögn Hjalta Bergmars Axelssonar, aðstoðarlögregluþjóns á Austurlandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert