Sátu föst í bifreið á Möðrudalsöræfum

Björgunarsveitir hafa verið kallaðar á vettvang. Mynd úr safni.
Björgunarsveitir hafa verið kallaðar á vettvang. Mynd úr safni. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Par sit­ur fast í bif­reið sinni á Möðru­da­lör­æf­um vegna óveðurs­ins sem þar geng­ur yfir. Um er að ræða er­lenda ferðamenn sam­kvæmt upp­lýs­ing­um mbl.is og hafa björg­un­ar­sveit­ir þegar verið ræst­ar út.

Mik­il snjó­koma er á svæðinu og skyggni lítið og eiga björg­un­ar­sveit­ir því mikið verk fyr­ir hönd­um.

Fyrr í dag fest­ust fimm ferðamenn á Möðru­dals­ör­æf­um og var þeim komið í skjól stuttu seinna.

Lög­regl­an sagði í til­kynn­ingu í kvöld að erfitt reyn­ist að ná til ferðamanna og upp­lýsa þá um veður og lok­an­ir.

Upp­fært kl. 22.16:

Björg­un­ar­sveit­ir eru komn­ar til ferðamann­anna og vinna nú að því að koma þeim til byggða, að sögn Hjalta Berg­mars Ax­els­son­ar, aðstoðarlög­regluþjóns á Aust­ur­landi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert