Segja friðhelgi Þóru hafa verið vanvirta

Jón Baldvin Hannibalsson í réttarsal.
Jón Baldvin Hannibalsson í réttarsal. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nokkr­ir aðstand­end­ur Þóru Hreins­dótt­ur, sem ritaði dag­bókar­færsl­ur um Jón Bald­vin Hanni­bals­son, harma að „friðhelgi einka­lífs hinn­ar látnu konu“ hafi verið rof­in og van­virt.

Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu sem mbl.is barst í kvöld. Und­ir hana rita þau Þor­steinn Eggerts­son, fyrr­ver­andi sam­býl­ismaður Þóru á ár­un­um 1975-1983, Soffía Þor­steins­dótt­ir, dótt­ir Þóru og Jó­hanna Fjóla Ólafs­dótt­ir, nú­ver­andi eig­in­kona Þor­steins.

Vísað er til um­fjöll­un­ar Stund­ar­inn­ar, sem unn­in var upp úr dag­bókar­færsl­um Þóru.

Dótt­ir Þóru af­henti dag­bók úr dán­ar­búi móður sinn­ar

Um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar byggðist á dag­bókar­færsl­um Þóru frá ár­inu 1970 sem greindu frá um sam­skipt­um henn­ar við Jón Bald­vin sem var þá kenn­ar­inn henn­ar í Mela­skóla.

Þóra var þá 15 ára göm­ul og lýsti því hvernig hann hefði farið með henni í bíltúra og skrifað bréf um það hve heitt hann þráði hana. Stund­in fékk dag­bók­ina og bréf Jóns Bald­vins til henn­ar af­hent frá dótt­ur Þóru, Val­gerði Þor­steins­dótt­ur.

Í yf­ir­lýs­ingu aðstand­enda Þóru seg­ir að grein­in bygg­ist á „túlk­un blaðamanns­ins á meira en hálfr­ar ald­ar dag­bókar­færsl­um Þóru Hreins­dótt­ur sem voru henn­ar einka­mál“.

Yf­ir­lýs­ing Ingi­bjarg­ar til­efn­is­laus og sér­lega meiðandi

Þá gera aðstand­end­ur sér­staka at­huga­semd við það að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra, hafi tjáð sig um málið op­in­ber­lega. Ingi­björg sagði í Face­book-færslu að Jón Bald­vin hefði hagað sér eins og rán­dýr.

Þau Þor­steinn, Soffía og Jó­hanna segja þess­ar at­huga­semd­ir Ingi­bjarg­ar hafa verið til­efn­is­laus­ar og sér­lega meiðandi. 

Þá segja aðstand­end­ur að af um­fjöll­un­inni megi draga þá álykt­un að ætl­un­in hafi verið að hafa áhrif á vænt­an­leg mála­ferli gegn Jóni Bald­vini og segja Þóru þannig orðna vitni í saka­máli sex árum eft­ir and­lát „án henn­ar vit­und­ar og vilja“.

Gætt dag­bók­anna vel

Þau segja enn frem­ur að Þóra hafi gætt þess­ara dag­bóka sér­lega vel og neitað að af­henda þær til birt­ing­ar á meðan hún var á lífi. 

„Þau hjón­in og Soffía dótt­ir hans og Þóru telja sig af þeirri ástæðu og reynd­ar ýms­um öðrum, vita með vissu, að Þóra hefði ekki viljað taka þátt í fjöl­miðlaher­ferð af þessu tagi, sem meðal ann­ars á nú að snú­ast um einka­mál henn­ar.“

Í lok yf­ir­lýs­ing­ar sinn­ar beina aðstand­end­ur því til fjöl­miðla og „svo­kallaðra álits­gjafa“ að virða einka­líf Þóru Hreins­dótt­ur og „láta ógert að leiða hana fram sem vitni í saka­máli, sem henni er óviðkom­andi“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert