Stökk út í gamla Volvóinn

Helgi Björnsson hefur langa reynslu af tónleikahaldi og ballmenningu.
Helgi Björnsson hefur langa reynslu af tónleikahaldi og ballmenningu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það er ekki alltaf tekið út með sæld­inni að vera rokk­stjarna á Íslandi. Helgi Björns­son hef­ur reynt það á eig­in skinni. Þegar Síðan skein sól var að slá í gegn laust fyr­ir 1990 var hann enn af full­um krafti að leika í leik­hús­un­um en náði fyrst um sinn að sam­eina þetta tvennt. Það gat þó verið snúið.

„Blessaður vertu, strax eft­ir upp­klapp í leik­hús­inu stökk ég oft­ar en ekki út í gamla Volvó­inn minn og brunaði af stað til að spila á Akra­nesi, í Kefla­vík eða á Sel­fossi. Það var ekki eins og að bíl­stjóri biði eft­ir mér.“

Hann hlær.

„Þetta var gert í öll­um mögu­leg­um veðrum og stund­um stóð tæpt að ég næði í tæka tíð á svið. En maður var ung­ur og taldi þetta ekki eft­ir sér.“

Fyrsti sveita­balla­t­úr­inn var far­inn sum­arið 1990 en þá stóðu fé­lags­heim­ili eins og Frey­vang­ur, Miðgarður, Njáls­búð og Ýdal­ir í blóma. Ég get svo svarið að ég fæ gæsa­húð meðan Helgi tel­ur þetta upp. Gott ef það sæk­ir ekki hrein­lega að mér sviti, ég er nefni­lega af kyn­slóðinni sem sótti þessi böll. Og ekki þurfti alltaf að fara af möl­inni til að sjá Síðan skein sól og þessi bönd; ég man til dæm­is eft­ir löður­sveitt­um böll­um í Sjall­an­um og skemmti­staðnum 1929 við Ráðhús­torgið á Ak­ur­eyri. Hver man ekki eft­ir hon­um? Í gamla Nýja bíói.

Helgi í essinu sínu með Sólinni í Njálsbúð sumarið 1994.
Helgi í ess­inu sínu með Sól­inni í Njáls­búð sum­arið 1994. Morg­un­blaðið/​Golli


„Þetta var frá­bær tími og alls staðar fullt út úr dyr­um,“ rifjar Helgi upp. „Það komu til dæm­is 700 manns á fyrsta ballið okk­ar í Njáls­búð. Stemn­ing­in var mjög dína­mísk.“

– Gaf þetta þá ekki vel í aðra hönd?

„Þú get­ur ímyndað þér. Það var fullt af pen­ing­um.“

Hann bros­ir.

Var rosa­leg keyrsla

Fyrst um sinn var túrað á sumr­in en fljót­lega dugði það ekki til að svala ballþorsta ís­lenskra ung­menna. „Þegar mest var spiluðum við þris­var til fjór­um sinn­um í viku og tók­um bara frí þrjár helg­ar í janú­ar og svo aft­ur helg­ina eft­ir versl­un­ar­manna­helgi. Þetta var rosa­leg keyrsla.“

Það sem meira var, Síðan skein sól lék svo til ein­göngu eigið efni. Eitt og eitt töku­lag slædd­ist með.

Sól­in var þekkt fyr­ir líf­lega fram­komu og að skilja allt eft­ir á sviðinu, eins og sagt er í bolt­an­um. „Já, við vor­um þekkt­ir fyr­ir grenj­andi stemn­ingu og lögðum mikið upp úr því að ná góðu sam­bandi við sal­inn. Það er vúdúma­ster-elementið,“ seg­ir hann og glott­ir. „Það er engu líkt að vera með 700 til þúsund manns fyr­ir fram­an sig og stjórna mann­skapn­um að vild. Það þarf að nálg­ast svona böll með meiri ákafa en tón­leik­ana, hafa pensildrætt­ina stærri á strig­an­um, og við kunn­um það.“

SSSól fagnar afmælinu á æfingu í vikunni.
SS­Sól fagn­ar af­mæl­inu á æf­ingu í vik­unni. Ljós­mynd/​Mummi Lú


– Sjálf­ur hélst þú ekk­ert aft­ur af þér?

„Nei, það er al­veg rétt,“ svar­ar hann hlæj­andi. „Ég var al­veg hams­laus á köfl­um, klifr­andi upp um allt og þar fram eft­ir göt­un­um. Maður þurfti að vera í góðu formi.“

Ítar­lega er rætt við Helga í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins en hann fagn­ar 35 ára af­mæli Síðan skein sól ásamt fé­lög­um sín­um á tón­leik­um í Há­skóla­bíói um næstu helgi.   

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert