Sveitir NATO aftengdu 400 sprengjur á 10 dögum

„Æfing­in gekk mjög vel og all­ir fóru sátt­ir en lún­ir heim,“ seg­ir Ásgeir Guðjóns­son, sprengju­sér­fræðing­ur hjá Land­helg­is­gæsl­unni, um æf­ing­una Nort­hern Chal­lenge sem lauk sl. fimmtu­dag. Þar æfðu sprengju­sér­fræðing­ar frá 14 ríkj­um NATO viðbrögð við hryðju­verk­um en þetta var í 21. skiptið sem slík æf­ing fór fram hér á landi. Hún fór að mestu fram á ör­ygg­is­svæðinu á Kefla­vík­ur­flug­velli. Að þessu sinni voru af­tengd­ar um 400 sprengj­ur á tíu dög­um.

Æfing­in er jafn­an um­fangs­mik­il og marg­vís­leg­ur tækja­búnaður nýtt­ur til henn­ar. Hingað til lands voru flutt­ir tólf 20 feta gám­ar með frakt­skipi. Í þeim voru m.a. tveir bryn­v­arðir sprengju­leit­ar­bíl­ar frá hol­lenska og þýska hern­um, sex óbryn­v­arðir bíl­ar, málm­leit­ar­tæki, köf­un­ar­búnaður, sér­stak­ir sprengjugall­ar, hjálm­ar og vesti, svo fátt eitt sé nefnt. Til lands­ins komu einnig átta her­flutn­inga­vél­ar með mann­skap og búnað.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu sem kom út 8. októ­ber.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert