Það versta gengið yfir um miðnætti

Skipið Jón Kjartanson hefur verið bundið niður við höfnina á …
Skipið Jón Kjartanson hefur verið bundið niður við höfnina á Reyðarfirði. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Ill­viðrið sem nú geng­ur yfir landið er í há­marki. Fljót­lega fer þó að draga úr veðurofs­an­um sem er verst­ur aust­an til á land­inu.

„Þetta er enn í há­marki en stutt í að það fari að draga úr því,“ seg­ir Har­ald­ur Ei­ríks­son, veður­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is.

„Veðrið er verst á aust­ur­helm­ingi lands­ins. Þar er víða storm­ur.“

Spár gengið eft­ir í gróf­um drátt­um

Hann seg­ir spár hafa gengið eft­ir í gróf­um drátt­um en farið verði bet­ur yfir það á morg­un.

„Þetta veður er að þokast aust­ur af þannig það versta fer víða að verða búið, til dæm­is á Norðaust­ur­landi,“ seg­ir Har­ald­ur. Lík­lega megi bú­ast við að hið versta verði yf­ir­staðið um miðnætti í kvöld.

„Í fyrra­málið verður hvassviðri aust­an til en ekk­ert viðvör­un­ar­veður. Svo læg­ir smám sam­an á morg­un.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert