Trúði varla sínum eigin augum

Annað lambið hljóp frá styggri móður og þá náðist mynd.
Annað lambið hljóp frá styggri móður og þá náðist mynd. mbl.is/Kristín Heiða

Öllum að óvör­um komu tvö lömb í heim­inn núna í októ­ber í Aust­ur­hlíð í Bisk­upstung­um, en slíkt á vart að geta gerst. Meint­ur faðir er for­ystu­hrút­ur­inn Keis­ari sem hef­ur áður náð að lemba ær á röng­um tíma.

Ég trúði varla mín­um eig­in aug­um, þetta gat ekki verið og ég hrópaði til ömmu Rósu sem var með mér í bíln­um: amma, amma, sjáðu! Eru þetta lít­il lömb?! seg­ir Eg­ill Freyr Trausta­son, 10 ára, sem var fyrst­ur til að taka eft­ir að tvö ný­bor­in lömb trítluðu á eft­ir móður sinni á túni þar sem hann hafði farið á rúnt­inn með ömmu sinni, Rósu Paul­sen, bónda í Aust­ur­hlíð í Bisk­upstung­um, sl. sunnu­dag, til að líta eft­ir kind­um ömmu sinn­ar og afa.

Rósa og Magnús ætla að leyfa lömbunum að skottast í …
Rósa og Magnús ætla að leyfa lömb­un­um að skott­ast í hlöðunni með mömmu sinni í vet­ur. mbl.is/​Krist­ín Heiða

„Ég gat varla trúað þessu held­ur,“ seg­ir Rósa og bæt­ir við að hún hafi orðið mjög spennt við að sjá þetta óvænta ungviði og ætlað að stökkva út og huga að hvers kyns lömb­in væru. „Eg­ill bannaði mér það, hann var mjög strang­ur við ömmu sína, sagði að ég mætti ekki trufla kind­ina, hún væri al­veg ný­bor­in og mætti ekki hlaupa frá lömb­un­um sem voru ný­far­in að ganga og rétt svo kom­in á spena. Ærin er stygg og gaf ekki færi á sér, enda er hún gem­ling­ur og hef­ur aldrei áður átt lömb, svo ég hlýddi Agli og lét hana vera,“ seg­ir Rósa og bæt­ir við að hún hafi lítið sofið nótt­ina eft­ir.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu sem kom út 6. októ­ber. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert