Úrkomusvæðin ná langt inn á land

Kortið sýnir reiknaða uppsafnaða úrkomu til klukkan sex í fyrramálið.
Kortið sýnir reiknaða uppsafnaða úrkomu til klukkan sex í fyrramálið. Kort/Veðurstofa Íslands

Ein­ar Svein­björns­son veður­fræðing­ur seg­ir það at­hygl­is­vert hve mik­illi upp­safnaðri úr­komu sé spáð á Norðaust­ur­landi og hve víðfeðm úr­komu­svæðin séu. Kortið sýn­ir reiknaða upp­safnaða úr­komu til klukk­an sex í fyrra­málið.

„Við sjá­um stund­um í ein­um og ein­um mæli að sól­ar­hringsúr­koma er að fara yfir 100 mm, og það er ekk­ert óal­gengt, en nú eru til­tölu­lega stór landsvæði þar sem úr­kom­an er reiknuð yfir 100 mm þarna á Norður­landi,“ seg­ir Ein­ar í sam­tali við mbl.is.

Hæstu töl­urn­ar eru á Þeistareykj­um og Flat­eyj­ar­dals­skaga, þar sem há­gildi eru yfir 200 mm. Gulu svæðin, sem marka 100 mm, eru gríðarlega víðfeðm og ná langt inn á land, að sögn Ein­ars.

Kortið sýnir vindhraða í 10 metra hæð suðaustanlands klukkan sjö …
Kortið sýn­ir vind­hraða í 10 metra hæð suðaust­an­lands klukk­an sjö í kvöld. Kort/​Veður­stofa Íslands

Sveip­irn­ir ná niður af full­um styrk

Hitt kortið sýn­ir vind­hraða í 10 metra hæð suðaust­an­lands klukk­an sjö í kvöld og svipti­vinda sem steyp­ast fram af Vatna­jökli.

„Það sem er áhuga­vert þar, og við sáum ekki í sams kon­ar kort­um í óveðrinu sem var fyr­ir hálf­um mánuði síðan á þess­um stað, er að þá voru sveip­irn­ir ekki að ná af full­um styrk niður á lág­lendið, en núna gera þeir það.

Sér­stak­lega frá Jök­uls­ár­lóni og um Suður­sveit og aust­ur und­ir Horna­fjörð, þar sem er vind­ur af fár­viðris­styrk, 32 metr­ar á sek­úndu og jafn­vel meira en það.“

Minn­ir á fjár­fell­is­hretið 2012

Ein­ar seg­ir þetta minna dá­lítið á fjár­fell­is­hretið árið 2012, hvað varðar staðsetn­ingu lægðar­inn­ar og úr­kom­una fyr­ir norðan.

„En þá náði vind­ur ekki í sama mæli suður fyr­ir Vatna­jök­ul, þannig að það sker sig frá að því leyti,“ bæt­ir hann við.

„Aðventu­storm­ur­inn 2019 var dá­lítið öðru­vísi af því að hann var vest­ar og stóð svo lengi. Þetta veður stend­ur kannski í hálf­an til einn sól­ar­hring.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert