Vegir víða lokaðir til morguns

Sums staðar var gripið til þess ráðs að loka vegum …
Sums staðar var gripið til þess ráðs að loka vegum fyrr en ella. Mynd úr safni. Ljósmynd/Landsbjörg

Veg­um hef­ur víða verið lokað á land­inu á meðan ill­viðrið geng­ur yfir. Helst eru lok­an­ir á Norðaust­ur­landi en einnig hef­ur verið lokað á suðaust­ur­horn­inu, al­veg frá Markarfljóti og aust­ur að Djúpa­vogi.

Þó er búið að opna fyr­ir um­ferð um Holta­vörðuheiði en G. Pét­ur Matth­ías­son, for­stöðumaður sam­skipta­deild­ar Vega­gerðar­inn­ar, seg­ir í sam­tali við mbl.is að lík­legt sé lokað verði fyr­ir um­ferð á öðrum lok­un­ar­svæðum fram til morg­uns.

Fyrr lokað vegna ferðamanna

Sums staðar var gripið til þess ráðs að loka veg­um fyrr en ella til þess að gefa ferðamönn­um ráðrúm til þess að yf­ir­gefa svæðið.

„Það eru svo marg­ir ferðamenn á þess­um svæðum að það tek­ur tíma fyr­ir þá að koma sér burtu. Þess vegna þurft­um við að loka fyrr á Suður­land­inu,“ seg­ir G. Pét­ur. Til dæm­is hafi marg­ir ferðamenn verið stadd­ir við Jök­uls­ár­lón.

Hann seg­ir fólk virða lok­an­ir enda séu lang­flest­ir póst­ar Vega­gerðar­inn­ar mannaðir björg­un­ar­sveitar­fólki.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert